7.11.2010 | 13:27
Einangrunarplast
Það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt við einangrunarplast.
Eftir samsetningu á IKEA húsgagni er gólfið fullt af umúðaplasti, einangrunarplasti og (náttúruvænum, ólituðum) umbúðapappa. Þar á meðal nokkrar litlar einangrunarplastplötur, ca. 11x17x2cm.
Ég notaði flísatöng til að fjarlægja dálítið af yfirborðinu og þá kom í ljós landslag úr pressuðum kúlum. Málaðar svartar eru þær eins og lakkrískurl.
Yfirborðið er málað með óblönduðum Sap Green, en landslagið með Crimson Red og Ivory Black.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 28.7.2011 kl. 22:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.