Færsluflokkur: Menning og listir
8.11.2010 | 20:58
Kirsuber
Málaði þessa eftir svipaðri mynd sem ég gúglaði því ég var hrifinn af því hvernig gyllingin er gefin í skyn.
Olía á léreftsramma 12x18cm
Menning og listir | Breytt 14.11.2010 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 13:27
Einangrunarplast
Það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt við einangrunarplast.
Eftir samsetningu á IKEA húsgagni er gólfið fullt af umúðaplasti, einangrunarplasti og (náttúruvænum, ólituðum) umbúðapappa. Þar á meðal nokkrar litlar einangrunarplastplötur, ca. 11x17x2cm.
Ég notaði flísatöng til að fjarlægja dálítið af yfirborðinu og þá kom í ljós landslag úr pressuðum kúlum. Málaðar svartar eru þær eins og lakkrískurl.
Yfirborðið er málað með óblönduðum Sap Green, en landslagið með Crimson Red og Ivory Black.
Menning og listir | Breytt 28.7.2011 kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 20:57
Smámyndir
Prófaði smámyndaformið.
Teiknimyndaútlit. Olía á akrílgrunni. 12x18cm.
Dry-brush á svörtum akrílgrunni. 11x17cm.
Dry-brush á rauðum akrílgrunni. 11x17cm.
Menning og listir | Breytt 14.11.2010 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)