Færsluflokkur: Menning og listir

Kirsuber

Málaði þessa eftir svipaðri mynd sem ég gúglaði því ég var hrifinn af því hvernig gyllingin er gefin í skyn.

Kirsuber í skál

Olía á léreftsramma 12x18cm


Einangrunarplast

Það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt við einangrunarplast.

Eftir samsetningu á IKEA húsgagni er gólfið fullt af umúðaplasti, einangrunarplasti og (náttúruvænum, ólituðum) umbúðapappa. Þar á meðal nokkrar litlar einangrunarplastplötur, ca. 11x17x2cm.

 Plastlandslag

Ég notaði flísatöng til að fjarlægja dálítið af yfirborðinu og þá kom í ljós landslag úr pressuðum kúlum. Málaðar svartar eru þær eins og lakkrískurl.  

 Plastlandslag

Yfirborðið er málað með óblönduðum Sap Green, en landslagið með Crimson Red og Ivory Black. 

 


Smámyndir

Prófaði smámyndaformið.

Tómatar á vegg

Teiknimyndaútlit. Olía á akrílgrunni. 12x18cm.

Chili

Dry-brush á svörtum akrílgrunni. 11x17cm.

My clementine

Dry-brush á rauðum akrílgrunni. 11x17cm.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband